Ársreikningur Grindavíkurbæjar fyrir árið 2007


Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2007 var lagður fram til
fyrri umræðu í bæjarstjórn Grindavíkur þann 16. apríl 2008. 
Samkvæmt lögum ber að fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum og verður
seinni  umræða þann 14. maí 2008 og á þeim fundi er samþykkt bæjarstjórnar á
ársreikningnum fyrirhuguð. 
   Ef bæjarstjórn samþykkir ársreikninginn í fyrirliggjandi mynd og við
afgreiðslu og samþykkt bæjarstjórnar koma ekki fram mikilvægar
viðbótarupplýsingar, sem geta haft áhrif á gerð ársreikningsins og /eða
niðurstöður hans, munu endurskoðendur árita ársreikninginn með fyrirvaralausri
áritun. 

Niðurstöður málaflokka eru að mestu í samræmi við áætlanir. Helstu frávik í
rekstri í samanteknum reikningsskilum eru eftirfarandi: 

-  Söluhagnaður af hlutabréfum 58,9 millj. kr. umfram áætlun.
-  Fjármunatekjur 26,2 millj. kr. umfram áætlun
-  Fjármagnsgjöld 10,6 millj. kr. umfram áætlun
-  Rekstrartekjur 40 millj. kr. umfram áætlun. Aðallega vegna hærra framlags
frá  Jöfnunarsjóði 
-  Rekstrargjöld 33 millj. kr. undir áætlun
-  Afskriftir eru 14 millj. kr. umfram áætlun.

Helstu liðir í rekstri málaflokka eru launaliðir.  Launamenn hjá Grindavíkurbæ
og stofnunum voru 156 í 123 stöðugildum á árinu 2007. Laun og launatengd gjöld
voru 594.414 millj. kr. Þar af eru laun bæjarstjórnar, bæjarráðs og bæjarstjóra
27,9 millj. kr.

Attachments

tilkynning til kauphallar vegna 2007.pdf arsreikningur samstu og stofnana 2007_drog 14 4 2008.pdf