Kynning Glitnis á uppgjöri 1. ársfjórðungs 2008



Eftirfarandi kynningar  og símafundir  verða haldnir  í tengslum  við
afkomu Glitnis  á  1.  ársfjórðungi  2008.  Hægt  verður  að  nálgast
uppgjörið á www.glitnir.is frá og með birtingu uppgjörs árla  morguns
þann 7. maí.
 
Kynning í Reykjavík
 
Lárus Welding, forstjóri Glitnis, kynnir uppgjörið fyrir hluthöfum og
markaðsaðilum kl. 9:00, miðvikudaginn 7. maí, á Hótel Nordica, sal  H
og I. Fundurinn fer fram á ensku.
 
Fylgjast  má  með  fundinum  beint  á  Netinu  á  heimasíðu  Glitnis,
www.glitnir.is. Jafnframt verður hægt að senda spurningar á fundinn.
 
 
Bókun fjölmiðlaviðtala
Til að bóka fjölmiðlaviðtöl, vinsamlegast hafið samband við Má
Másson, forstöðumann kynningarmála á Íslandi, með því að senda
tölvupóst til mar.masson@glitnir.is eða hringja í síma 440 4990.