Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila


SPRON hf. birtir afkomu fyrsta ársfjórðungs 2008 miðvikudaginn 30. apríl eftir
lokun markaða. 

Kynningarfundur verður haldinn fyrir hluthafa og markaðsaðila þann 30. apríl
kl. 17:00 á Hilton Reykjavík Nordica. Á fundinum gerir Guðmundur Hauksson
forstjóri og Valgeir M. Baldursson framkvæmdastjóri fjárhagsviðs grein fyrir
afkomu félagsins og svara fyrirspurnum. 

Fundinum verður varpað á netinu á vefsíðu félagsins www.spron.is.  Hægt er að
senda fyrirspurnir á fundinn með því að senda tölvupóst á ir@spron.is 
Kynningarefni vegna fundarins verður aðgengilegt að fundinum loknum á heimasíðu
SPRON, www.spron.is og á vef Nasdaq OMX á Íslandi www.omxnordicexchange.com. 

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Jónu Pétursdóttur forstöðumanni
almannatengsla í síma 550 1771 eða með því að senda tölvupóst á ir@spron.is