Össur hf. - Uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung 2008


Helstu niðurstöður fyrir fyrsta ársfjórðung 2008
  • Sala var 89,8 milljónir Bandaríkjadala
  • Söluaukning vegna innri vaxtar var 12%
  • EBITDA var 23 milljónir Bandaríkjadala, jókst um 124% frá sama tímabili 2007
  • EBITDA leiðrétt var 17,4 milljónir, jókst um 51% frá sama tímabili 2007
  • Hagnaður tímabilsins var 6,7 milljónir Bandaríkjadala, samanborið við 2,7 milljóna tap á sama tímabili árið 2007
  • Hagnaður að viðbættum afskriftum á útistandandi hlut að teknu tilliti til kauprétta var 2,98 bandarísk sent, jókst um 231% frá sama tímabili 2007
  • Hagnaður á hlut að teknu tilliti til kauprétta var 1,58 bandarísk sent, samanborið við -0,70 bandarísk sent á sama tímabili árið 2007
 
Jón Sigurðsson, forstjóri:
"Við erum ánægð með niðurstöður fyrsta ársfjórðungs. Evrópa og Asía sýna mjög góðan vöxt, bæði í stoðtækjum og spelkum og stuðningsvörum. Salan á stoðtækjum heldur áfram að vaxa umfram vöxt markaðarins, sem staðfestir sterka stöðu Össurar á þessum markaði. Salan á spelkum og stuðningsvörum í Bandaríkjunum er minni en vonir stóðu til en stjórnendur hafa trú á því að viðsnúningur sé í sjónmáli. Helstu áherslur ársins 2008 eru að auka arðsemi, áframhaldandi nýting á dreifileiðum fyrirtækisins fyrir nýjar vörur, sem og að hagræða í vörulínu fyrirtækisins í spelkum og stuðningsvörum. Nú þegar hafa verið sett af stað mikilvæg verkefni þessu til stuðnings."
 
 
Live comments form the CEO, see link here below:
www.ossur.com/ceocomments
 

Attachments

Ossur Q1 2008 Market Presentation Ossur hf Q1 2008 Financial Statement Ossur Q1 2008 afkomufrétt