Landsbankinn mun birta rekstrarniðurstöðu á fyrsta ársfjórðungi 2008 eftir lokun markaða þriðjudaginn 6. maí 2008. Kynningarfundur í Reykjavík 6. maí Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, bankastjórar Landsbankans, munu kynna afkomu bankans og svara fyrirspurnum. Kynningarefni frá fundinum verður birt á sama tíma á vef Landsbankans. Tími: 17.00 ( 18.00 UK og 19.00 CET) Staðsetning: Iðnó, Vonarstræti 3, Reykjavík Skráning: Vinsamlegast skráið ykkur á afkomukynningu í Reykjavík hér: http://www.landsbanki.is/skraning/3manadauppgjor2008 Kynningarfundur í London 7. maí Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson bankastjórar Landsbankans, munu kynna afkomu bankans og svara fyrirspurnum. Hægt verður að fylgjast með útsendingu af kynningunni á vef Landsbankans www.landsbanki.com/ir en öll fundargögn verða birt þar á sama tíma. Tími: 8:00 ( 9.00 UK og 10.00 CET) Staðsetning: Beaufort House 15 St Botolph Street, London EC3A 7QR Skráning: Vegna strangra öryggisstaðla er nauðsynlegt að gestir skrái sig á http://www.landsbanki.is/english/registration/q12008results Útsending og símafundur Þeir sem vilja fylgjast með fundinum í London geta séð kynninguna í rauntíma á www.landsbanki.com/ir. Einnig verður hægt að hlusta á fundinn símleiðis með því að hringja 10 mínútum fyrir fund í síma +44 (0) 1452 569 103. Fundargögn og upptaka Hægt verður að nálgast fundargögn ásamt hljóð- og myndupptöku af kynningunni á www.landsbanki.com/ir að fundi loknum. Nánari upplýsingar gefur fjárfestatengill Landsbankans, Tinna Molphy, í gegnum tölvupóst, ir@landsbanki.is, eða síma 410-7200 / 861-1440.
Landsbankinn kynnir fyrsta ársfjórðungsuppgjör 2008 þann 6. maí
| Source: Landsbanki Íslands hf.