- Lokun á verksmiðju félagsins í Redditch í Bretlandi


Coldwater Seafood hefur náð samkomulagi við starfsmenn Redditch verksmiðjunnar,
og verkalýðsfélög á svæðinu, um að loka verksmiðjunni eftir undangengið 90 daga
samningaferil sem hófst í byrjun mars.  Náðst hefur samkomulag við starfsmenn
um uppsaganarákvæði og staðfest hefur verið að verksmiðjunni verði lokað þann
6. júní 2008. 

Framleiðsla tilbúinna rétta verður flutt yfir í verksmiðjur Coldwater í
Grimsby.  Áætlun yfir flutninginn á framleiðslunni er í vinnslu ásamt
undirbúningi undir að ganga frá Redditch verksmiðjunni í kjölfarið á því að
samningaferlinu lýkur. 

Nánari upplýsingar veitir: 
Finnbogi A. Baldvinsson, forstjóri + 49 1723 198 727