Álit Yfirtökunefndar um hvort yfirtökuskylda myndist við fyrirhugaða afskráningu FL Group hf.


FL Group hf., leitaði álits Yfirtökunefndar varðandi mögulega afskráningu
félagsins og tillögum tengdum afskráningu sem lagðar verða fyrir hluthafafund
þann 9. maí. Álit nefndarinnar er að leið sú sem kynnt hefur verið í tengslum
við mögulega afskráningu leiði ekki til þess að hluthöfum í félaginu, einum eða
fleirum, verði skylt að gera öðrum yfirtökutilboð. 

Yfirtökunefnd hefur meðal annars það hlutverk að stuðla að bestu framkvæmd í
viðskiptum með verðbréf, sem kynnu að fela í sér yfirtökuskyldu. 

Nánari upplýsingar veitir:
Júlíus Þorfinnsson forstöðumaður samskiptasviðs
sími: 591 4400
julius@flgroup.is