Icelandic Group birtir uppgjör sitt fyrir fyrsta fjórðung 2008 þann 15. maí. Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn föstudaginn 16. maí á skrifstofu félagsins að Borgartúni 27, 1. hæð. Finnbogi A. Baldvinsson, forstjóri Icelandic Group, mun kynna afkomu félagsins og svara spurningum. Kynningarfundurinn hefst kl. 08:30. Kynningarefni vegna fundarins verður hægt að nálgast að honum loknum á heimasíðu Icelandic Group, www.icelandic.is, og á heimasíðu OMX Nordic Exchange, www.omxgroup.com/nordicexchange.