Niðurstöður hluthafafundar 365 hf.


Á hluthafafundi 365 hf. sem haldinn var í dag,  1. júlí 2008, kl. 14.00 voru
eftirfarandi tillögur samþykktar. 

Hluthafar sem fara með 88,5 % atkvæða voru mættir til fundarins. 

Tillaga um að stjórn félagsins verði falið að óska eftir afskráningu hlutabréfa
félagsins úr kauphöll OMX Nordic Exchange á Íslandi. 

- Tillagan var samþykkt með 88,5% greiddra atkvæða, og var því samþykkt
samhljóða. 

Tillaga um að stjórn félagsins verði falið að kaupa hluti þeirra hluthafa í
félaginu er þess óska fyrir kl. 16.00 þann 11. júlí 2008. Greitt verði á
kaupverði kr. 1.20 á hvern hlut. 

- Tillagan var samþykkt samhljóða. 

Tillaga um að stjórn félagsins verði heimilað í tengslum við framangreind kaup
á hlutabréfum í 365 hf. , sbr. dagskrárlið 2, að kaupa allt að 15% eigin hluta
fyrir kr. 1.20 hvern hlut.  Heimildin skal gilda til og með 31. júlí 2008.
Verði eigin hlutir í eign félagsins umfram 10% eftir viðskiptin skal stjórn
félagsins lækka hlutafé félagsins í samræmi við lög um hlutafélög til að eigin
hlutir eftir slíka hlutafjárlækkun verði ekki umfram 10% af hlutafénu. 

- Tillagan var samþykkt samhljóða.