Eftirfarandi kynningar og símafundir verða haldnir í tengslum við afkomu Glitnis á 2. ársfjórðungi 2008. Hægt verður að nálgast uppgjörið á heimasíðu bankans www.glitnir.is frá og með kl 7:30 þann 1. ágúst. Kynning í Reykjavík Lárus Welding, forstjóri Glitnis, kynnir uppgjörið fyrir hluthöfum og markaðsaðilum kl. 9:00, föstudaginn 1. ágúst á Nordica Hilton hótelinu (salir H og I). Fundurinn fer fram á ensku. Fylgjast má með fundinum beint á Netinu á heimasíðu Glitnis, www.glitnir.is. Jafnframt verður hægt að senda spurningar á fundinn. Kynning í London Lárus Welding forstjóri og Rósant Már Torfason fjármálastjóri kynna uppgjörið fyrir markaðsaðilum þriðjudaginn 5. ágúst kl. 16 að staðartíma. Fundurinn fer fram í Great Eastern salnum á Andaz hótelinu, 40 Liverpool Street, London EC2M 7QN. Þátttakendur eru vinsamlega beðnir að skrá sig með tölvupósti á IR@glitnir.is Bókun fjölmiðlaviðtala Til að bóka fjölmiðlaviðtöl, vinsamlegast hafið samband við Má Másson, forstöðumann kynningarmála á Íslandi, með því að senda tölvupóst til mar.masson@glitnir.is eða hringja í síma 440 4990. Frekari upplýsingar veitir: Sigrún Hjartardóttir Forstöðumaður fjárfestatengsla sími 440 4748 eða í gegnum netfang sigrun.hjartardottir@glitnir.is
Glitnir kynnir uppgjör annars ársfjórðungs 2008
| Source: Glitnir banki hf.