Bakkavör Group mun birta afkomu sína fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2008 fimmtudaginn 31. júlí nk. fyrir opnun markaða. Kynningarfundur fimmtudaginn 31. júlí kl. 17:00 Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn fimmtudaginn 31. júlí kl. 17:00 að íslenskum tíma í Ármúla 3, 108 Reykjavík. Á fundinum mun Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, skýra uppgjörið og svara fyrirspurnum. Netvarp og símafundur Fundinum verður varpað á netinu á www.bakkavor.com og hefst útsendingin kl. 17:00 að íslenskum tíma. Einnig er hægt að fylgjast með fundinum í síma 800 8660 og +44 (0)20 3043 2436 (breskt númer). Kynningarefni vegna fundarins verður hægt að nálgast að honum loknum á heimasíðu félagsins, www.bakkavor.com
- Bakkavör Group birtir sex mánaða uppgjör félagsins 2008 fimmtudaginn 31. júlí nk.
| Source: Bakkavör Group hf.