Vegna fyrirhugaðrar afskráningar 365 hf. af skipulegum verðbréfamarkaði er hluthöfum 365 hf. gert tilboð um að selja hlutabréf sín í félaginu á gengi 1,20 kr. á hvern hlut. Tilboðið gilti til 11. júlí síðastliðinn en ákveðið hefur verið að opna það að nýju og mun tilboðið vera opið til kl. 16.00 þann 23. júlí næstkomandi. Þeir hluthafar sem hafa ekki hug á að taka tilboðinu halda ósjálfrátt áfram sem hluthafar í óskráðu félagi 365. Tilboðið er lagt fram á grundvelli nánari skilmála sem koma fram í bréfi sem sent var til hluthafa 3. júlí síðastliðinn. Í bréfinu eru einnig leiðbeiningar um tilboðið ásamt notandanafni og lykilorði, sem hluthafi verður að nota til að taka þátt í tilboðinu. Ef bréfið hefur ekki borist hluthafa skal hafa samband við 365 í síma 512 5000, þar sem eru veittar allar upplýsingar. Allar nánari upplýsingar veitir Hildur Sverrisdóttir, regluvörður 365 hf., í s. 512-5000 eða í netfangi: hildurs@365.is
Tilboð til hluthafa 365 hf. opnað að nýju til miðvikudagsins 23. júlí 2008 kl. 16.00
| Source: Íslensk afþreying hf.