SPRON lauk í dag verðbréfun íbúðalánasafns (e. securitization) fyrir um 21 milljarð króna, fyrst fjármálastofnana á Íslandi. 78,5% af þeim skuldabréfum sem um ræðir fengu Aaa lánshæfismat frá Moody´s. Skuldabréfin eru gefin út í evrum. Skuldabréfin hafa verið skráð í tveimur kauphöllum, OMX Nordic Exchange á Íslandi og NYSE Euronext Amsterdam. Þau eru jafnframt gjaldgeng í endurhverfum viðskiptum hjá Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Evrópu. „Við erum mjög ánægð með að SPRON hafi fengið hæsta mögulega mat frá Moody´s á þessi bréf ekki síst í ljósi þess hve aðstæður eru erfiðar á markaði um þessar mundir. Matið opnar nýjar leiðir fyrir SPRON í tengslum við fjármögnun og mun traust eignasafn samstæðunnar gera okkur kleift að fjármagna starfsemina áfram með þessum hætti. ” segir Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON. SPRON og Fortis banki voru umsjónaraðilar útgáfunnar. Nánari upplýsingar veita: Ósvaldur Knudsen, framkvæmdastjóri Fjárstýringar SPRON, sími 550 1200, og netfang: osvaldur@SPRON.is Ingi Pálsson, verkefnastjóri í Fjárstýringu SPRON, sími 550 1200, og netfang: ingik@SPRON.is Soffía Sigurgeirsdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla, sími 550 1200 og netfang: soffias@SPRON.is