- 6 mánaða uppgjör


29. júlí 2008


                         Afkoma Vinnslustöðvarinnar hf.                         
                rekstrartímabilið 1. janúar 2008 - 30. júní 2008                

Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. samþykkti í dag uppgjör félagsins fyrir fyrstu   
sex mánuði rekstrarársins.  Þar kemur meðal annars fram eftirfarandi:           

Tap var á rekstrinum á tímabilinu að upphæð 950 milljónir króna. Er það mikil   
breyting frá í fyrra þegar hagnaður var fyrstu sex mánuði ársins að upphæð 1.116
milljónir króna.                                                                

Heildartekjur félagsins voru 3.857 milljónir króna og hækkuðu um 16% frá sama   
tímabili í fyrra.  Rekstrarekjur fiskvinnslu jukust um rúm 11% en tekjur        
útgerðar lækkuðu lítillega. Rekstrargjöld jukust um liðlega 22%.  Jukust        
rekstrargjöld í útgerðardeildum en lækkuðu í fiskvinnsludeildum.                

Framlegð félagsins (hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði) nam 968         
milljónum króna og var nánast sú sama og á sama tímabili á fyrra ári.           
Framlegðarhlutfall lækkaði úr 28,9% í fyrra í 25,1% í ár.                       

Veltufé frá rekstri nam 892 milljón króna og var 23% af rekstrartekjum, jókst   
hlutfallið um 6% frá sama tímabili í fyrra.                                     

Afskriftir hækkuðu um rúmar 7 milljónir króna frá fyrra ári og voru 219         
milljónir króna.                                                                

Tekjur Hugins ehf., hlutdeildarfélags Vinnslustöðvarinnar, voru 525 milljónir   
króna en 434 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Framlegð félagsins á      
tímabilinu var 114 milljónir króna.  Tap félagsins eftir skatta nam 395         
milljónum króna en gengistap félagsins nam 418 milljónum króna. Hagnaður var á  
rekstri félagsins að upphæð 127 milljónir króna á sama tímabili í fyrra.        
Hlutdeild Vinnslustöðvarinnar í tapi Hugins ehf. nam 190 milljónum króna.       

Tekjur About Fish ehf., hlutdeildarfélags Vinnslustöðvarinnar, voru 616         
milljónir króna og framlegð þess 17 milljónir króna. Tap félagsins eftir skatta 
nam 7 milljónum króna og var hlutdeild Vinnslustöðvarinnar í því tapi rúmlega 3 
milljónir króna.                                                                

Í lok þessa uppgjörstímabils festi Vinnslustöðin kaup á 35% hlutafjár í félaginu
Ufsabergi-útgerð ehf. sem gerir út togskipið Gullberg VE-292.  Eignarhluturinn í
félaginu er færður meðal eigna Vinnslustöðvarinnar en ekki hefur verið færð     
hlutdeild í hagnaði/tapi þess.                                                  

Niðurstaða fjármagnsliða félagsins var neikvæð um 1.709 milljón króna á fyrstu  
sex mánuðum 2008, þar af nam gengistap langtímalána félagsins 1.614 milljónum   
króna. Á sama tímabili í fyrra voru fjármagnsliðir jákvæðir um 530 milljónir    
króna.                                                                          

Reiknaður tekjufærður tekjuskattur á tímabilinu var 203 milljónir króna.        

Félagið stendur að rannsóknar- og þróunarvinnu við veiðar og vinnslu á humri.   
Lítill kostnaður hefur fallið til vegna rannsóknaverkefnanna.                   

Heildarskuldir og skuldbindingar félagsins hækkuðu um 2.301 milljónir króna frá 
upphafi árs til júníloka og eru 8.530 milljónir króna. Aukningin er að stórum   
hluta tilkomin vegna veikingar íslensku krónunnar á tímabilinu en               
langtímaskuldir félagsins eru að mestu leyti í erlendum myntum.  Nettóskuldir   
eru 5.792 milljónir króna en þær voru 4.055 milljónir króna  í lok síðasta árs; 
jukust því um 1.737 milljónir króna.                                            

Eigið fé lækkaði frá áramótum um 1.401 milljónir króna og er 1.219 milljónir    
króna eða 12,5% af heildarefnahag.  Lækkun varð á eigin fé á tímabilinu, annars 
vegar vegna taps tímabilsins að upphæð 950 milljónir króna og hinsvegar vegna   
útgreiðslu arðs að upphæð 451 milljón króna.                                    




               176 milljóna króna hagnaður á öðrum árs­fjórðungi                

Á öðrum árs­fjórðungi, þ.e. frá 1. apríl til 30. júní 2008, voru tekjur         
Vinnslustöðvarinnar 2.234 milljónir króna og rekstrar­gjöld 1.636 milljónir     
króna. Fram­legð tíma­bilsins var því 598 milljónir króna eða 26,8% af tekjum.  
Hlutdeild félagsins í tapi hlutdeildarfélaga nam 32 milljónum króna.            
Fjár­magns­liðir voru neikvæðir um 238 milljónir króna. Hagnaður tíma­bilsins   
var því 176 milljón króna. Á sama tíma­bili í fyrra var fram­legð 371 milljónir 
króna og hagnaður af rekstri 351 milljónir króna.                               





                             Rekstrarhorfur á árinu                             


Rekstrarhorfur það sem eftir er ársins eru ágætar.  Veik króna og hátt          
afurðaverð flestra afurða félagsins, einkum mjöls og lýsis, vekur vonir um að   
afkoma á seinni hluta ársins verði ágæt.  Veiðar uppsjávarskipa félagsins hafa  
gengið vel og makrílveiði er góð búbót.  Hækkandi verð ýmissa aðfanga vinnur á  
móti ávinningi af gengisfalli krónu.  Hátt olíuverð vegur þungt í rekstri       
félagsins og hefur neikvæð áhrif auk þess sem áhrifa minnkandi eftirspurnar er  
tekið að gæta, einkum í dýrari afurðaflokkum.                                   

Mikill óróleiki á gjaldeyrismarkaði hefur afgerandi þýðingu um afkomu á síðari  
helmingi rekstrarársins.  Frekari veiking mun að sjálfsögðu leiða til lakari    
afkomu en styrking leiða til minna taps á árinu.                                


                                                            Frekari upplýsingar:
                                    Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri
                                                    í símum 488 8004 og 897 9607

Attachments

frettatilkynning.pdf lykiltolur.pdf vinnslustoin 30 06 2008.pdf