Landic Property hefur rift samningi milli Landic Property og Stones Invests um söluna á Keops Development (KD). Landic Property hefur yfirtekið á ný eignarhald sitt á Keops Development með það fyrir augum að vernda fjárhagslega hagsmuni sína, verðmæti Keops Development og hagsmuni viðskiptafélaga og viðskiptabanka félagsins. Landic Property hefur uppfyllt allar skyldur sínar samkvæmt kaupsamningi. Hins vegar hefur Stones Invest meðal annars ekki staðið við þau ákvæði kaupsamningsins um að losa Landic Property undan ábyrgðum sínum og að framfylgja ítarlegri áætlun um sjóðstreymi til að tryggja greiðslur til banka og þróunaraðila verkefna á vegum Keops Development. Það hefur komið í ljóst í dag að Stones Invest hefur tekið til sín endurgreiðslur á virðisaukaskatti sem nema rúmlega 22 milljónum danskra króna og sem hefðu með réttu átt að renna inn á bankareikning Keops Development. Keops Development og dótturfélög eru án stjórna þar sem stjórnarmeðlimir skipaðir af Stones Invests hafa sagt af sér sem gerir það að verkum að Keops Development uppfyllir ekki reglur um stjórn félaga. Það er ljóst að ekki er hægt að treysta Stones Invests og félagið getur ekki staðið við skuldbindingar. Til að koma í veg fyrir frekari rýrnun verðmæta að völdum Stones Invests hefur Landic Property rift kaupsamningnum og tekið yfir eignarhald og stjórnun á Keops Development. Framkvæmdarstjórn og stjórn Stones Invests hafa með atferli sínu sýnt mikla vanrækslu gagnvart Landic Property, Keops Development og öllum þeim er hlut eiga að máli. Landic Property áskilur sér rétt til þess að grípa til hvers kyns nauðsynlegra lagalegra aðgerða gagnvart Stones Invest og stjórn fyrirtækisins. Landic Property hyggst nýta næstu daga til þess að afla sér ítarlegs yfirlits yfir Keops Development, núverandi starfsemi, verkefni og skuldbindingar og grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að rekstur Keops Development komist á rétta braut. Nánari upplýsingar veitir: Páll Benediktsson forstöðumaður Samskiptasviðs Sími: +354 895 6066 PABE@Landicproperty.com