Tap Eignarhaldsfélagsins Smáralind ehf. á fyrri helmingi árs 2008 nam 61 mkr. samanborðið við 735 mkr. hagnað fyrir sama tíma árið 2007. Hagnaður fyrir matsbreytingar, afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 383 mkr. en fyrir sama tíma árið 2007 nam EBITDA 381mkr Heildareignir félagsins námu 15.995 mkr. þann 30.06.2008 en þær námu 14.766 mkr. 30.06.2007. Eigið fé félagsins í lok tímabilsins var 6.389 mkr. Að teknu tilliti til víkjandi láns frá móðurfélagi var eiginfjárhlutfallið 54%. Nánari upplýsingar veitir: Helgi M.Magnússon, framkvæmdastjóri Einarhaldsfélagsins Smáralind ehf. sími 528-8000
- Árshlutauppgjör Eignarhaldsfélagsins Smáralind ehf. 30.06.2008
| Source: Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf.