Leiðrétting - Afkoma VBS fjárfestingarbanka fyrstu 6 mánuði ársins 2008 - Frétt birt 2008.08.26:12:18:09


Leiðrétting: Árshlutareikningur birtur aftur vegna leiðréttinga á 2 skýringum.
12. skýring hefur verið leiðrétt, en skuldabréf voru ranglega sundurliðuð í
samanburðartölum þann 31.12. 2007. Staða utan efnahags hefur verið leiðrétt í
23. skýringu. 

 

-Traustur grunnrekstur þrátt fyrir neikvæða rekstrarniðurstöðu-

Árshlutauppgjör VBS fjárfestingarbanka hf. sýnir að afrakstur bankans af
grunnstarfsemi er góður þrátt fyrir að reksturinn sýni neikvæða niðurstöðu að
upphæð 870 milljónir króna.  Vöxtur er á efnahagsliðum bankans og er
niðurstöðutala efnahagsreiknings 55,7 milljarðar króna.  Þóknunartekjur nema
447 milljónum króna og hreinar vaxtatekjur 334 milljónum króna. Þá er eigið fé
samkvæmt árhlutareikningi um 7,1 milljarður og eiginfjárhlutfall (CAD) 16,9% 

Í uppgjörinu kemur fram að bankinn nýtti sér sterka eiginfjárstöðu og færði
varúðarfærslu sem nam 765 milljónum króna vegna mögulegrar virðisrýrnumar
útlána. Einnig voru óskráðar eignir færðar niður um tæplega 400 milljónir
króna. 

Jón Þórisson forstjóri VBS fjárfestingarbanka:  “ Það er ánægjulegt að sjá að
þekking og reynsla starfsmanna VBS, hafi tryggt tekjustraum bankans þrátt fyrir
öflugan mótvind á mörkuðum, ekki síst fasteignamarkaði.  Með því vitum við að
hæfileikinn til viðhalda traustum tekjum bankans er til staðar, sem er mjög
mikilvægt. Við gerð uppgjörsins var lögð rík áhersla á að vanmeta ekki það tjón
sem aðstæðurnar geta valdið bankanum, svo sem við mat á virðisrýrnun útlána og
mat á virði hlutabréfa í eigu hans. Ljóst er að ytri aðstæður verða áfram
nokkuð mótdrægar en gerum ráð fyrir að það versta  sé að baki.  Það er því full
ástæða til bjartsýni á framhaldið“. 

Frekari upplýsingar veitir:
Jón Þórisson 842-2202

Attachments

vbs fjarfestingarbanka-arshlutauppgjor 2008.pdf vbs fjarfestingarbanki arshlutareikningur 6man 2008.pdf