Árshlutareikningur 1.1. - 30.6. 2008 • Rekstrartekjur tímabilsins voru € 21 milljón (2.287mkr.), en voru € 26,2 milljónir (2.329 mkr.) sama tímabil árið áður. • Rekstrarhagnaður (EBIT), án annarra tekna og gjalda, var € 1 milljón (114 mkr.) en var € 2,8 milljónir (245mkr.) árið áður. • Hlutdeild í tapi HB Granda hf., sem gjaldfært er í árshlutareikninginn, nemur € 2,8 milljónum (301mkr.) en tekjufærsla vegna hlutdeildar í hagnaði var á sama tímabili árið áður € 3,1 milljón (275mkr.). • Fjárliðir samtals voru € 4,6 milljónir (496mkr.) til gjalda en voru € 2,8 milljónir (253mkr.) til tekna árið áður. • Tap tímabilsins var € 2,3 milljónir (248mkr.), en hagnaður nam € 5,3 milljónum (469mkr.) sama tímabil árið áður. Rekstur fyrri helming ársins 2008 Rekstur samstæðunnar á tímabilinu var undir áætlun og réð þar mestu léleg úthafskarfavertíð en einnig drógst sala dótturfélaga í Noregi og á Írlandi saman frá fyrra ári. Framleiðslukostnaður hefur hækkað sem hlutfall af tekjum, mest vegna launaskriðs sem orðið hefur hjá dótturfélagi í Litháen. Vegna gengisfalls krónunnar urðu fjárliðir óhagstæðir hjá dótturfélagi á Íslandi og hlutdeildarfélaginu HB Granda. Tap tímabilsins var € 2,3 milljónir (248mkr.) en hagnaður var € 5,3 milljónir (469mkr.) sama tímabil árið áður. Efnahagur Heildareignir voru € 74,1 milljón í árslok. Skuldir námu € 44,4 milljónum og eigið fé nam € 29,7 milljónum, en af þeirri upphæð eru € 5,5 milljónir hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga. Hlutfall eigin fjár, þegar hlutdeild minnihluta er meðtalin með eigin fé, var í árslok 40% af heildareignum samstæðunnar. Árshlutareikningurinn er á heimasíðu Hampiðjunnar hf., www.hampidjan.is.