Árshlutareikningur Jeratúns ehf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2008 staðfestur af stjórn félagsins í dag, 29. ágúst 2008. Jeratún ehf. er einkafyrirtæki í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar og bera sveitarfélögin ábyrgð á skuldbindingum þess. Hlutverk félagsins er bygging og rekstur skólahúsnæðis Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Starfsemi félagsins flokkast því undir að vera á vettvangi sveitarfélaga. Tap félagsins á fyrri hluta árs 2008 var 40.285.343 krónur og eigið fé var neikvætt um 27.365.552 kr. samkvæmt árshlutareikningi. Skuldir félagsins eru vegna fjármögnunar framkvæmda við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Sveitarfélögin ásamt ríkinu greiða húsaleigu sem á að standa undir afborgunum og vöxtum af lánum. 30. júní 2008 námu eftirstöðvar lána 486.971.679 krónum og voru eftirstöðvar í skilum. Sveitarfélögin bera hlutfallslega ábyrgð á greiðslu lánanna. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Valdimarsson, formaður stjórnar í síma 892 9360. Grundarfirði, 29. ágúst 2008 Jeratún ehf.
- 6 mánaða uppgjör 2008
| Source: Jeratún ehf.