Kristján Harðarson lætur af störfum hjá SPRON


Kristján Harðarson mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar
hjá SPRON þann 1. nóvember næstkomandi. Kristján hefur starfað hjá SPRON frá
árinu 2001. Kristján mun hefja störf í kjölfarið hjá Valitor og gegna starfi
sviðsstjóra þróunar-og kynningarsviðs fyrirtækisins. 


Nánari upplýsingar veitir:
Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON í síma 550 1213
Soffía Sigurgeirsdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla í síma 550 1246