- FME samþykkir breytingu Byrs í hlutafélag


Fjármálaeftirlitið (FME) hefur samþykkt umsókn Byrs um breytingu sparisjóðsins
í hlutafélag. 

Stofnfjáreigendur Byrs fjölluðu á fjölmennum fundi hinn 29. ágúst sl. um þá
tillögu stjórnar að breyta félagaformi sparisjóðsins í hlutafélag og var hún
samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Í framhaldi af því var leitað eftir
samþykki FME, sem svo tilkynnti niðurstöðu sína á föstudaginn var (19. sept.
sl.) á grundvelli 73. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Beðið er
samþykkis lánardrottna fyrir breytingunni. 

Nánari upplýsingar veitir Ragnar Z. Guðjónsson, í síma 575 4000.