22. september, 2008 Byr sparisjóður (Byr) og Glitnir banki hf. (Glitnir) hafa ákveðið að hefja samrunaviðræður. Í því felst einnig að stjórnir félaganna hafa skuldbundið sig til að ræða ekki við aðra aðila um samstarf eða sameiningar á meðan viðræður standa yfir. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir eins fljótt og auðið er. Nánari upplýsingar veita: Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs Sparisjóðs, 575 4000, ragnarzg@byr.is
- Glitnir og Byr hafa ákveðið að hefja samrunaviðræður
| Source: Byr sparisjóður