Héraðsdómur Reykjavíkur veitti í dag Stoðum hf. (áður FL Group hf.) heimild til greiðslustöðvunar til 20. október 2008. Jakob R. Möller hrl., Logos lögmannsþjónustu, hefur verið skipaður aðstoðarmaður félagsins á greiðslustöðvunartímanum. Hluthafafundur í félaginu sem halda átti á morgun, 30. september 2008, hefur verið aflýst með tilliti til ofangreinds.