Stjórn Byrs sparisjóðs ákvað í morgun að hætta sameiningarviðræðum við Glitni banka hf. en viðræðurnar sem hófust laugardaginn 20. september síðastliðinn voru ennþá á frumstigi. Varðandi ástæður þess að viðræðum var hætt vísast til fréttatilkynningar Glitnis banka hf. fyrr í dag. Staða Byrs sparisjóðs er sem fyrr sterk. Áhersla verður lögð á að viðhalda núverandi styrk sparisjóðsins. Nánari upplýsingar gefa Jón Þorsteinn Jónsson stjórnarformaður Byrs í síma 824-0401 og Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóri í síma 863-4255. Stjórn Byrs sparisjóðs
- Stjórn Byrs sparisjóðs hefur í dag hætt sameiningarviðræðum við Glitni banka hf.
| Source: Byr sparisjóður