Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's Investors Service hefur í dag tekið lánshæfiseinkunn Kaupþings til athugunar vegna hugsanlegrar lækkunar. Einkunn vegna langtímaskuldbindinga, A1 og einkunn vegna fjárhagslega styrkleika, C-, hafa verið teknar til athugunar vegna hugsanlegrar lækkunar, en Moody's staðfestir á sama tíma einkunn bankans vegna skammtímaskuldbindinga, P-1. Að sögn Moody's endurspeglar þessi ákvörðun sífellt veikari fjárhagsstoðir (e. financial fundamentals) íslenska bankakerfisins í ljósi skorts á lausafé um allan heim. Nánari upplýsingar veita Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar, í síma 444 6126 og Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Samskiptasviðs, í síma 444 6112.
Moody's tekur lánshæfismat Kaupþings til athugunar vegna hugsanlegrar lækkunar
| Source: Kaupþing banki hf.