Stjórnenda- og skipulagsbreytingar hjá Eimskip


Hilmar Pétur Valgarðsson, Steingrímur Sigurðsson, Ingvar Sigurðsson og Ásbjörn
Skúlason hafa verið ráðnir framkvæmdastjórar hjá Hf. Eimskipafélagi Íslands og
verða í hópi lykilstjórnenda félagsins. Þá hefur Halldór Kristmannsson,
framkvæmdastjóri samskiptasviðs, óskað eftir því að láta af störfum en hann er
að hefja mastersnám í  Bandaríkjunum. Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri
lögfræðisviðs mun jafnframt stýra samskiptasviði félagsins. 

Guðmundur Nikulásson hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri starfsemi
Eimskips á Íslandi sem heyrir undir Guðmund P. Davíðsson framkvæmdastjóra
Eimskips á Íslandi. Bragi Þór Marinósson verður nú framkvæmdastjóri Eimskips í
Evrópu. 

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips um skipulagsbreytingarnar: „Ég býð þessa
öflugu starfsmenn Eimskip velkomna í forystusveit félagsins. Að undanförnu
hefur félagið unnið markvisst að skipulagsbreytingum til samræmis við nýja
stefnumótun stjórnar, þar sem flutningar eru skilgreindir sem kjarnastarfsemi
félagsins. Umræddir stjórnendur þekkja allir vel til þeirrar starfsemi og mun
reynsla þeirra nýtast félaginu vel á komandi misserum.“

Attachments

asbjorn2.jpg hilmar.jpg ingvar2.jpg steingrimur.jpg skipurit.jpg tilkynn isl.pdf