Óvissa um kaup á kröfu sem féll á Eimskip vegna þrots XL


-Kjarnastarfsemi Eimskips í góðum rekstri og áfram unnið að langtímafjármögnun
félagsins 

Vegna atburða undanfarinna daga og í ljósi þess að Samson eignarhaldsfélag ehf.
fór fram á greiðslustöðvun fyrr í dag er mikil óvissa um fyrirhuguð kaup
fjárfesta á kröfu á hendur Eimskipafélaginu eins og fram kom í tilkynningu
félagsins 10. september sl.. Krafa þessi er tilkomin vegna gjaldþrots XL og er
að fjárhæð 207 milljónir evra. 

Óvissa ríkir því um kröfuna og þar með um langtímafjármögnun félagsins. Áfram
er unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins og sala eigna er í
eðlilegu horfi. Flutningastarfsemi Eimskips er í góðum rekstri, dagleg
starfsemi er tryggð og þjónusta félagsins er með óbreyttum hætti.