Fitch lækkar lánshæfiseinkunn Kaupþings



Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hefur í dag lækkað lánshæfiseinkunnir
Kaupþings banka hf. Langtímaeinkunn bankans var lækkuð úr BBB í CCC
og skammtímaeinkunn úr F3 í C. Báðar einkunnir eru á athugunarlista.
Stuðningseinkunn bankans er lækkuð úr 2 í 5, óháð einkunn er lækkuð
úr C í E og stuðningseinkunnargólf er lækkað í "ekkert gólf" úr BBB-.
Þessar einkunnir eru teknar af neikvæðri vöktun.

Nánari upplýsingar:
Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fjárstýringar, s. 444 6126
Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Samskiptasviðs, s. 444 6112