- Atorka Group hf. óskar eftir að hlutabréf félagsins verði tekin úr viðskiptum


Atorka Group hf. hefur farið fram á það við Kauphöll Íslands að skráð hlutabréf
í Atorku verði tekin úr viðskiptum. 

Til grundvallar þeirri beiðni er einkum vísað til tveggja atriða:
  
Annars vegar er það mat stjórnar Atorku að í ljósi markaðsaðstæðna eru skilyrði
fyrir rekstri skipulegs verðbréfamarkaðar á Íslandi naumast fyrir hendi og við
þær forsendur geti eðlileg verðmyndun ekki átt sér stað með hlutabréf í
félaginu þar sem enn ríki algjör óvissa á markaði. 

Hins vegar grundvallast beiðnin á því að stjórn félagins hefur tekið ákvörðun
um að leggja það fyrir hluthafafund félagsins að það verði afskráð úr
Kauphöllinni. Boðað verður til hluthafafundar svo fljótt sem samþykktir
félagsins leyfa þar sem tillaga þess efnis verður borin fram. Fáist hún
samþykkt verður unnið að því að afskrá félagið eins fljótt og unnt er. 

Beiðni stjórnar Atorku er sett fram með hagsmuni hluthafa félagsins og
trúverðugleika markaðarins að leiðarljósi.  Með vísan til framangreinds þykir
stjórn Atorku ófært annað en að óska eftir því að hlutbréf félagsins verði
tekin úr viðskiptum, sbr. 2. mgr. 24. gr. laga nr. 110/2007, um Kauphallir,
sbr. 20. gr. reglna um skráningu verðbréfa á Tilboðsmarkað Kauphallarinnar.