- Forsendur fyrir sameiningu SPRON og Kaupþings brostnar


Eftir yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á Kaupþingi er ljóst að forsendur fyrir
sameiningu Kaupþings og SPRON eru brostnar og verður því ekki um samruna
fyrirtækjanna að ræða.  Ennfremur er ljóst að gjörbreyttar aðstæður á
fjármálamörkuðum hafa neikvæð áhrif á afkomu SPRON.  Unnið er að því að
endurskipuleggja og efla rekstur SPRON með tilliti til langtímahagsmuna
félagsins og gjörbreyttu umhverfi fjármálafyrirtækja. 

Starfsemi SPRON verður óbreytt og munu starfsmenn fyrirtækisins kappkosta að
þjónusta viðskiptavini sína eftir bestu getu miðað við þær aðstæður sem nú eru
uppi á fjármálamörkuðum. Ríkisstjórnin hefur áréttað að innstæður í innlendum
viðskiptabönkum, sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi eru tryggðar að
fullu. Með innstæðum er átt við allar innstæður almennra sparifjáreigenda og
fyrirtækja sem trygging innstæðudeildar Tryggingasjóðs innstæðueigenda tekur
til. 

Frekari upplýsingar veitir Jóna Ann Pétursdóttir forstöðumaður almannatengsla,
sími: 550 1771.