Eimskip hefur ákveðið að flagga fána Íslands daglega, sem tákn um samstöðu Íslendinga í þeim erfileikum sem nú steðja að þjóðinni. Ólafur William Hand forstöðumaður markaðssviðs Eimskips sagði þetta er gert að fordæmi N1, sem átti þessa frábæru og einföldu hugmynd um hvernig mætti þjappa þjóðinni saman. Eimskip vill hvetja fyrirtæki og einstaklinga til að fara að þeirra fordæmi og munum við ekki láta okkar eftir liggja í þeim efnum. Skrifstofur Eimskips um allan heim munu draga íslenska fánann að húni frá og með deginum í dag og gera það um óákveðinn tíma.
Eimskip dregur íslenska fána á hún
| Source: Hf. Eimskipafélag Íslands