Askar Capital hf. (Askar) hefur átt í endurhverfum viðskiptum við Seðlabanka Íslands með skuldabréf Glitnis banka. Útistandandi fjárhæð er tæpir sex milljarðar. Askar getur lagt fram viðbótartryggingar vegna veðkalls Seðlabankans sem gert var þann 20. október 2008 en Seðlabankinn þarf að leggja mat á veðhæfni eignarinnar. Askar hefur óskað eftir fundi með Seðlabankanum vegna þessa. Þá hefur Askar möguleika á að lýsa yfir skuldajöfnun við Glitni en skuld Askar við Glitni er hærri en framangreint skuldabréf. Vegna óvissu er ekki unnt á þessu stigi að meta til fullnustu áhrif þessara aðgerða á fjárhagsstöðu Askar en verðlækkun skuldabréfanna getur haft verulega neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu félagsins.
- Vegna frétta í fjölmiðlum af endurhverfum viðskiptum
| Source: Askar Capital hf.