Breytt dagsetning fyrir uppgjör þriðja ársfjórðungs: 26. nóvember



Uppgjör Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. fyrir þriðja
ársfjórðung 2008 verður birt þann 26. nóvember næstkomandi. Efnt
verður til kynningarfundar sama dag og verður tilkynnt síðar um
fundarstað og fundartíma. Vakin er athygli á að í uppgjörstilkynningu
annars ársfjórðungs þessa árs var gert ráð fyrir að uppgjör þriðja
ársfjórðungs yrði birt 5. nóvember.

Nánari upplýsingar veitir:
Georg Andersen, forstöðumaður Samskipta- og markaðssviðs
Sími: 858 6707
Netfang: georg.andersen@straumur.net