Upplýsingar í tenglsum við hluthafafund


Á hluthafafundi Exista hf. sem hefst kl. 13 í dag mun Lýður Guðmundsson
stjórnarformaður fjalla um stöðu og horfur Exista. Þar kemur meðal annars
efirfarandi fram um núverandi stöðu félagsins. 

Staða Exista í lok þriðja ársfjórðungs 2008 góð og nam bókfært eigið fé
félagsins þá um 2 milljörðum evra. Miklar sviptingar hafa hins vegar orðið í
rekstrarumhverfi Exista frá því lokað var tímabundið fyrir viðskipti með bréf
félagsins 6. október 2008. Staða Exista markast mjög af erfiðleikum íslenska
fjármálakerfisins um þessar mundir og yfirtöku ríkisins á viðskiptabönkunum,
sér í lagi á Kaupþingi banka hf. 
	
Fjármálaeftirlitið greip inn í rekstur Kaupþings þann 9. október 2008 með vísan
til laga nr. 125/2008 um sérstakar aðstæður á fjámálamarkaði, en sú aðgerð hafi
umtalsverð áhrif á fjárhagsstöðu félagsins. Exista hefur brugðist við ríkjandi
aðstæðum með sölu eigna og hefur félagið þegar selt 19,98% hlut sinn í Sampo
Oyj, 8,69% hlut sinn í Storebrand ASA og 39,63% hlut sinn í Bakkavör Group hf.
en sú sala er háð samþykki lánveitenda. 

Núverandi staða Exista er óljós, meðal annars vegna þess að félagið á
umtalsverðar eignir í íslensku bönkunum í formi innstæðna og óuppgerðra
samninga sem bíða úrlausnar. Exista á í viðræðum við bæði innlenda banka og
skilanefndir sem og erlenda lánveitendur við að greiða úr málum félagsins á
farsælan hátt. 

Innan Exista eru fyrirtæki sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi
og meðal þeirra eru Vátryggingafélag Íslands hf. (VÍS), Líftryggingafélag
Íslands (Lífís), Lýsing hf. og Skipti hf, móðurfélag Símans. Þessi félög eru að
fullu í eigu Exista og er lögð rík áhersla á að ekki verði truflun á starfsemi
þeirra. 

Efni frá hluthafafundinum í dag, þ.á m. ræða stjórnarformanns, verður
aðgengilegt á vefsíðu Exista, www.exista.is, eftir að hluthafafundi lýkur. 

Eins og tilkynnt hefur verið munu reikningar Exista fyrir fyrstu níu mánuði
2008 verða birtir 27. nóvember. Samtímis verður greint, eins og hægt er, frá
þeim áhrifum sem atburðir frá lokum uppgjörstímabils hafa haft á félagið.


Frekari upplýsingar veitir:
Samskiptasvið Exista
Sigurður Nordal
Framkvæmdastjóri
Sími: 560 8620
ir@exista.com