-Kjör til nýrrar stjórnar og breytingar á samþykktum- Á hluthafafundi VBS fjárfestingarbanka sem að haldin var í gær var kjörin ný stjórn og varastjórn félagsins. Þá var heimild fengin til að víkja frá ákvæðum í starfskjarastefnu og samþykkt að breyta samþykktum félagsins. Á fyrsta fundi stjórnar sem haldin var strax að loknum hluthafafundi var Páll Þór Magnússon kjörin stjórnarformaður. Á fundinum fór Jón Þórisson, forstjóri félagsins yfir 6 mánaða uppgjör, aðstæður á markaði ásamt stefnu og breyttum áherslum bankans í nýju umhverfi. Þá samþykkti fundurinn heimild til stjórnar að gefa út skuldabréf með breytirétti í hlutafé allt að fjárhæð krónur 3.000.000.000. Einnig samþykkti fundurinn að gildandi heimild til útgáfu nýrra hluta að fjárhæð allt að krónur 150.000.000 að nafnvirði falli niður og að heimilt sé að útgefa nýja hluti allt að krónur 300.000.000 að nafnvirði án forkaupsréttar. Eftirfarandi menn voru kjörnir í stjórn: Páll Þór Magnússon , formaður stjórnar Sigrún Helgadóttir Páll Þór Jónsson Angantýr V. Jónasson Birgir Ómar Haraldsson Eftirfarandi menn voru kjörnir í varastjórn: Jón Kristjánsson Símon Sigurður Sigurpálsson Sigurður Haukur Gíslason Willum Þór Þórsson Sigþór Sigurðsson Frekari upplýsingar veitir: Jón Þórisson, forstjóri Sími: 570-1200 Netfang: jon@vbs.is
- Tilkynning frá VBS fjárfestingarbanka vegna hluthafafundar 11. nóvember sl.
| Source: VBS Fjárfestingarbanki hf.