- Kynningu á afkomu fyrsta ársfjórðungs flýtt


Alfesca mun birta rekstrarniðurstöður fyrir fyrsta ársfjórðung rekstrarársins
2008-2009 (júlí - sept) þriðjudaginn 18. nóv. nk. fyrir opnun markaða sem er
nokkru fyrr en áður var auglýst. 

Opinn kynningarfundur fyrir fjárfesta, greiningaraðila og fjölmiðla verður
haldinn að morgni þriðjudagsins 18. nóvember kl. 8:30 á Grand Hótel og þar mun
Xavier Govare, forstjóri félagsins fara yfir uppgjörið. Þetta er degi fyrr en
áður var auglýst og nýr fundarstaður. 

Vefvarp frá fundinum má nálgast á vefsíðu Alfesca, www.alfesca.com, við upphaf
fundarins. Afrit af kynningum má nálgast á vefsíðu félagsins að fundi loknum. 

Um Alfesca
Alfesca er í fremstu röð matvælaframleiðenda í Evrópu á þeim sviðum sem
fyrirtækið starfar. Megin stoðirnar í starfsemi félagsins eru fjórar: reyktur
lax og annar fiskur, andalifur (foie gras) og andakjöt, rækjur og annar
skelfiskur og pönnukökur (blini) og smurvörur ásamt ídýfum. Vörur fyrirtækisins
eru seldar undir vörumerkjum þess eins og Labeyrie, Blini, Delpierre, Skandia,
Lyons og Farne. Fyrirtækið framleiðir einnig töluvert fyrir vörumerki annarra
einkum í Bretlandi, Frakklandi og Spáni. Árleg velta er um 647 milljónir Evra
og starfsmenn eru um 3,600. 


Alfesca er skráð í Norrænu OMX-kauphöllinni á Íslandi (OMXI: A). 

Nánari upplýsingar um Alfesca er að finna á www.alfesca.com 

Nánari upplýsingar veita:
Antony Hovanessian, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar í síma 477 7000
Hrefna Ingólfsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs í síma 477 7007

Fréttatilkynning þessi er birt á bæði ensku og íslensku. Ef um misræmi er að
ræða gildir enski textinn.