- Opnun Markaðsbréfa stuttra, meðallangra og langra


Opnað hefur verið fyrir kaup- og innlausnir í Markaðsbréfum stuttum,
meðallöngum og löngum.  Gengi sjóðanna við opnun er: 

Markaðsbréf stutt:  	2,528
Markaðsbréf meðallöng: 	2,691
Markaðsbréf löng: 	      2,387

Ávöxtun sjóðanna frá áramótum miðað við opnunargengi er því:

Markaðsbréf stutt: 	       10,4%
Markaðsbréf meðallöng: 	 21,7%
Markaðsbréf löng:  	       14,9%

Gengi sjóðanna endurspeglar varfærið mat stjórnar Landsvaka hf. á þeim
skuldabréfum sem ekki eru með virka verðmyndun á markaði og var það gert undir
eftirliti ytri endurskoðenda Landsvaka hf. 

Kaup- eða sölupantanir sem lagðar verða inn í dag á opnunartíma sjóðanna verða
afgreiddar á morgun á því gengi sem þá verður birt og mun miðast við
dagslokaverð eigna sjóðanna í dag.