- Magnús Ægir Magnússon lætur af störfum sem annar sparisjóðsstjóri Byrs


Á fundi stjórnar Byrs fimmtudaginn 20. nóvember 2008 var komist að samkomulagi
við Magnús Ægi Magnússon að hann léti af störfum hjá Byr sem sparisjóðsstjóri.
Þessi ráðstöfun var gerð í fullri sátt á milli aðila og er hún liður í
endurskoðun fyrirtækisins m.t.t. breyttra aðstæðna á markaði.  Um sérstakan
starfslokasamning er ekki að ræða. 

Magnús Ægir hefur þegar látið af störfum sem sparisjóðsstjóri en mun áfram
gegna stjórnarsetu fyrir Byr í hinum ýmsum félögum sem Byr hefur aðkomu að. 
Magnúsi er þökkuð góð störf hjá Byr. 

Ragnar Z. Guðjónsson, sem einnig hefur verið sparisjóðsstjóri ásamt Magnúsi mun
áfram gegna stöðu sparisjóðsstjóra hjá Byr. 

Nánari upplýsingar veitir Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs.