Þann 14. nóvember var Vinnslustöðin hf. afskráð af hlutabréfamarkaði OMX og þarf því ekki lengur að birta uppgjör sín á þriggja mánaða fresti samkvæmt reglum kauphallarinnar fyrir útgefendur fjármálagerninga, útgefnum þann 1. júlí 2008. Félagið er hinsvegar skráð á skuldabréfamarkaði kauphallarinnar OMX og ber því að birta uppgjör á sex mánaða fresti samkvæmt grein nr. 4.3.1. í reglunum. Einnig er vísað til skyldu til birtingar árshlutareiknings fyrstu sex mánaða rekstrarársins í grein nr. 58 í lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Í ljósi þessara laga og reglna hefur verið ákveðið að birta ekki níu mánaða uppgjör félagsins eins og áður hefur verið tilkynnt um. Næsta birting á uppgjöri verður því á ársuppgjöri félagsins fyrir árið 2008. Frekari upplýsingar: Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri í símum 488 8004 og 897 9607
- Vinnslustöðin hf. birtir ekki 9. mánaða uppgjör félagsins
| Source: Vinnslustöðin hf.