Stjórn Glitnis Sjóða hf. hefur ákveðið áframhaldandi frestun innlausnar með hlutdeildarskírteini eftirfarandi sjóða, þar sem beðið er nýrrar reglugerðarbreytingar sjóðanna: Sjóður 1 - skuldabréf Sjóður 11 - fyrirtækjabréf Frestun innlausnar ofangreindra sjóða er gerð á grundvelli 2. mgr. 27. gr. og 2. mgr. 53. gr. laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Þá hefur stjórn Glitnis Sjóða hf. ákveðið áframhaldandi frestun innlausnar með hlutdeildarskírteini Sjóðs 12 - Heimssafns.