Landic Property vinnur nú að því að móta nýja stefnu fyrir félagið í kjölfarið á miklum breytingum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Vinnan felur m.a. í sér úttekt á rekstri og efnahag félagsins með það að markmiði að styrkja fjárhagsstöðu þess. Landic Property hefur samið við UBS Investment Bank og Catella Corporate Finance um ráðgjöf við stefnumótunina. Niðurstöðu er að vænta fyrir lok janúar 2009. „Ég er bjartsýnn eftir frumviðræður við helstu hagsmunaaðila félagsins að þessi vinna skili góðum árangri og að eftir standi sterkt fasteignafélag.“ Áhugi hefur komið fram um að fjárfesta í félaginu að sögn Viðars Þorkelssonar forstjóra. Frekari upplýsingar veita: Viðar Þorkelsson, forstjóri Landic Property Sími: + 354 669 4444 Sebastiaan van Loon, UBS Investment Bank Sími: +44 207 568 0944 Jesper Bo Hansen, Catella Corporate Finance Sími: +45 3393 7593