Í kjölfarið á miklum breytingum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum er nú unnið að því að móta nýja stefnu fyrir Landic Property. Samið hefur verið við UBS fjárfestingabankann og Catella Corporate Finance um ráðgjöf við stefnumótunina. Vinnan felur meðal annars í sér úttekt á rekstri og efnahag félagsins með það að markmiði að styrkja fjárhagsstöðu þess og er unnin í nánu samstarfi við helstu kröfuhafa félagsins. Niðurstöðu er að vænta innan fárra vikna. Einn liður í viðræðum um fjárhagslega endurskipulagningu eru samningar Landic Property við eigendur skuldabréfaflokksins STOD 09 0306 sem var með vaxtagjalddaga í desember. Farið hefur verið fram á að greiðsla vaxta frestist til 6. mars 2009 og greiðist samhliða höfuðstól á þeim degi. Unnið er að því að fá undirritað samþykki skuldabréfaeigenda við ofangreindum skilmálabreytingum. Frekari upplýsingar veitir: Viðar Þorkelsson, forstjóri Landic Property Sími: + 354 669 4444