Hluthafafundur Landic Property verður haldinn fimmtudaginn 29. janúar 2009


Hluthafafundur Landic Property hf. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins,
Kringlunni 4-12 í Reykjavík, fimmtudaginn 29. janúar n.k. og hefst kl. 10:00 

Dagskrá:
1.	Tillaga um fækkun stjórnarmanna úr sjö í fimm.
2.	Tillaga um að veita stjórn umboð til áframhaldandi vinnu við stefnumótun
félagsins og aðgerða tengdum þeim. 
3.	Önnur mál

Tillögur stjórnar Landic Property hf. til hluthafafundar félagsins þann
29.janúar 2009. 

Liður 1:
Tillaga er lögð fram um breytingu á grein 4.1. þannig að stjórnarmönnum verði
fækkað úr sjö í fimm. 

Liður 2:
Eins og fram kom í tilkynningu frá félaginu þann 5. desember sl. þá vinnur
félagið að mótun á nýrri stefnu fyrir félagið vegna mjög erfiðra
rekstrarskilyrða. Í því ljósi er lögð fram eftirfarandi tillaga fyrir
hluthafafundinn: 

Tillaga er gerð um að hluthafafundur Landic Property hf., haldinn 29. janúar
2009, samþykki vegna erfiðra rekstrarskilyrða, að veita stjórn félagsins
heimild til þess að vinna áfram að stefnumótun félagsins sem felur í sér
endurskipulagningu og mögulega sölu eigna sem ekki falla að nýrri stefnu þess.
Skal heimild þessi gilda út árið 2009. 

Liður 3:
Önnur mál, löglega upp borin.

Framangreindar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins til frekari
kynningar fyrir hluthafa. Enn fremur verður hægt að nálgast þær á vefsíðu
félagsins www.landicproperty.com frá sama tíma. 

Reykjavík, 21. janúar 2009,
Landic Property hf.