Hluthafafundur Landic Property hf. var haldinn í dag 29. janúar 2009. Fyrir fundinn voru lagðar eftirfarandi tillögur, sem allar voru samþykktar: 1. Tillaga um breytingu á 4.1. gr. samþykkta félagsins um að stjórnarmönnum verði fækkað úr sjö í fimm. 2. Eftirfarandi tillaga um heimild stjórnar til þess að vinna áfram að stefnumótun og endurskipulagningu félagsins. Eins og fram kom í tilkynningu frá félaginu þann 5. desember sl. þá vinnur félagið að stefnumótun vegna mjög erfiðra rekstrarskilyrða. Í framhaldi af fyrirliggjandi niðurstöðu af stefnumótunarvinnunni, ákveður hluthafafundur Landic Property hf. haldinn 29. janúar 2009, að veita stjórn Landic Property heimild til áframhaldandi stefnumótunarvinnu og endurskipulagningar á rekstri félagsins. Endurskipulagningin getur m.a. leitt til sölu eigna sem ekki falla að nýrri stefnu félagsins. Heimild þessi gildir út árið 2009.