Afkoma Straums-Burðaráss fjárfestingabanka árið 2008



4. febrúar 2009

Helstu niðurstöður ársins 2008
* Grunntekjur, þ.e. hreinar vaxtatekjur og hreinar þóknunartekjur,
  námu 180,9 milljónum evra árið 2008.
* Tap af fjárfestingum nam 103,0 milljónum evra.
* Rekstrartekjur voru alls 85,8 milljónir evra.
* Rekstrarkostnaður var alls 125,8 milljónir evra.
* Virðisrýrnun lána og viðskiptakrafna nam 413,5 milljónum evra
* Virðisrýrnun óefnislegra eigna nam 327,7 milljónum evra. Þetta
  hefur ekki áhrif á lögboðið eigið fé og sjóðstreymi.
* Tap eftir skatta nam 699,3 milljónum evra á árinu 2008. Tap fyrir
  skatta nam 780,6 milljónum evra.
* Tap á hlut nam 0,073 evrum.
* Heildareignir 31. desember 2008 námu 3.425,6 milljónum evra, sem er
  52% lækkun frá ársbyrjun.
* Eiginfjárhlutfall (CAD) var sterkt þann 31. desember 2008 eða
  16,9%. Eiginfjárþáttur A var 14,6%.

  Helstu niðurstöður fjórða ársfjórðungs 2008
* Grunntekjur námu 35,9 milljónum evra.
* Tap af fjárfestingum nam 4,3 milljónum evra.
* Rekstrartekjur námu 35,4 milljónum evra.
* Rekstrarkostnaður nam 33,1 milljón evra.
* Virðisrýrnun lána og viðskiptakrafna nam 291,2 milljónum evra og
  virðisrýrnun óefnislegra eigna nam 327,7 milljónum evra.
* Tap eftir skatta nam 574,5 milljónum evra á fjórða ársfjórðungi og
  nær til 618,9 milljóna evra virðisrýrnunar.

  Birting ársreiknings
  Straumur -Burðarás fjárfestingabanki hf. ("Straumur") birtir nú
  bráðabirgða afkomuniðurstöður sínar fyrir árið 2008 og
  fjárhagsstöðu fyrir árið sem endaði 31. desember 2008, samkvæmt
  nýjum reglum Kauphallar Íslands.

  Bráðabirgðaársreikningur fyrir árið 2008 var ræddur á stjórnarfundi
  Straums þann 3. febrúar 2009. Reikningurinn hefur þó ekki verið
  samþykktur af stjórn félagsins og endurskoðendum þess.
  Ársreikningur fyrir árið 2008 verður lagður fyrir stjórn félagsins
  og endurskoðendur þess til samþykktar í vikunni sem hefst 9. mars
  2009 og birtur samdægurs.

  Bráðabirgðaársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlegu
  reikningsskilastaðlana (IFRS).

  William Fall, forstjóri Straums
  Við höldum áfram starfsemi okkar á sérstaklega erfiðum tímum og
  mörkuðum. Sterk fjárhagstaða bankans ásamt minni áhættu hefur komið
  okkur í gegnum vaxandi erfiðleika ársins sem er að líða. Þessir
  leiðandi þættir í stefnu okkar munu reynast okkur vel í
  framtíðinni.

  Markmiðið er að þróa fjárfestingabanka með alþjóðlega útbreiðslu og
  hlutfallslega lítinn efnahagsreikning. Áherslan í starfseminni er
  sem áður á öfluga ráðgjöf, miðlun og rannsóknir. Samþætting
  Teathers við Straum í London er lokið að fullu með tilkomu rúmlega
  70 nýrra viðskiptavina og sérstaklega styður greiningardeild
  Teathers, með áherslu á meðalstór fyrirtæki, vel við starfsemi
  okkar í öðrum löndum. Wood og Stamford Partners náðu einstaklega
  góðum árangri á árinu miðað við markaðsaðstæður og eQ hefur
  viðhaldið markaðshlutdeild sinni við erfið skilyrði.

  Afar sterk eiginfjárstaða hefur hjálpað Straumi gegnum þetta umrót.
  Mjög hefur reynt á styrk efnahagsreikningsins, einkum á síðasta
  fjórðungi ársins vegna á virðisrýrnun lána og gengislækkun eigna,
  samt ljúkum við árinu með eiginfjárhlutfalli (CAD) sem er tvöfalt
  meira en lögboðið lágmark. Sterk áhættustýring og heilindi hafa
  tryggt að engar færslur eru á efnahagreikningnum sem eru skaðlegar
  fyrir orðspor félagsins. Með skýrri stefnu, sterkum starfsstöðvum
  og hreinum efnahagsreikningi, mætum við verkefnum á nýju ári með
  ákveðni sem mun skila okkur að settu marki.

  Nánari upplýsingar veita:
  Stephen Jack
  Fjármálastjóri
  stephen.jack@straumur.com
  +44 7885 997570

  Georg Andersen
  Forstöðumaður Samskipta- og markaðssviðs
  georg@straumur.com
  +354 585 6707

Attachments

2008 Afkoma Straums.pdf