- Eimskip hættir rekstri á frystigeymslum í Hollandi


Eimskip mun hætta rekstri á frystigeymslufyrirtækinu Daalimpex í Hollandi. 
Samningar um sölu á fyrirtækinu voru á lokastigi en snuðra hljóp á þráðinn á
síðustu metrunum og gekk því salan ekki eftir.  Þetta þýðir að fyrirtækið
verður tekið til gjaldþrotaskipta í ljósi þess að Eimskip sér ekki ávinning í
því að styðja áfram við félagið fjárhagslega.  Mun þessi niðurstaða hafa
óveruleg áhrif á viðskiptavini Eimskip og mun félagið bjóða áfram fjölþætta
þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki í gegnum samstarfsaðila í Hollandi. 
 

Fjárhagsleg áhrif á Eimskip nú verða óveruleg í ljósi þess að félagið hafði að
fullu afskrifað þessa starfsemi á fjórða ársfjórðungi reikningsársins 2008.