- Alfesca heldur sjó í efnahagskreppunni


Nettósala 374,4 milljónir
EBITDA 41,5 milljónir evra
á H1 2008/09


Helstu atriði

•	Nettósala var stöðug fyrstu sex mánuði fjárhagsársins á samanburðargrundvelli
og nam 374,4 milljónum evra. Salan nam 249,2 milljónum evra á 2. ársfjórðungi
sem er 0,9% samdráttur á samanburðargrundvelli. 
•	EBITDA nam 41,5 milljónum evra fyrstu sex mánuði fjárhagsársins sem samsvarar
5,7% samdrætti á samanburðargrundvelli. EBITDA á 2. ársfjórðungi nam 35,1
milljón evra sem jafngildir 6,6% samdrætti á samanburðargrundvelli. 
•	EBITDA-hlutfall nam 14,1% á ársfjórðungnum, var 0,7 prósentustigum lægra en á
sama tíma í fyrra. 
•	Nettóhagnaður nam 17,8 milljónum evra á ársfjórðungnum sem jafngildir 19,8%
samdrætti á samanburðargrundvelli. 
•	Þrátt fyrir góða jólasölu hafði efnahagssamdráttur veruleg áhrif á afkomu
ársfjórðungsins. 

Xavier Govare forstjóri:

„Alfesca tókst að ná jafngóðri sölu og á síðasta ári þrátt fyrir umtalsverðan
samdrátt í almennri neyslu á 2. ársfjórðungi. Þessi árangur náðist með því að
leggja fé í markaðssetningu og stýra verði til að tryggja að við værum
samkeppnishæf en það setti pressu á framlegðina. 

Það er ánægjulegt að með markvissum markaðsaðgerðum allan ársfjórðunginn tókst
okkur að viðhalda vexti og tryggja markaðsleiðandi stöðu í sölu á reyktum laxi
og andalifarkæfu (foie gras) yfir hátíðarnar. Labeyrie hélt 23,7  og 20,6% 
markaðshlutdeild í þessum vöruflokkum. 

Hins vegar hafði efnahagsumhverfið áhrif á afkomuna, þar sem neytendur leita
leiða til að spara og kaupa ódýrari vörur. Samsetning vörusölunnar varð því
óhagstæðari, þar sem minna seldist af merkjavöru og framlegð varð minni. 

Hærra hráefnisverð á laxi og andaafurðum hafði einnig áhrif á afkomuna en
félagið varð að taka þær hækkanir sem urðu fyrr á árinu, að fullu á sig á
ársfjórðungnum. Við bættist að fall sterlingspunds gagnvart bandaríkjadollar
hækkaði hráefnisverð á rækju sem greitt er fyrir með dollurum og framkallaði
óhagstæðan gengismun sem kemur  fram þegar starfsemi Alfesca í Bretlandi er
gerð upp í evrum. 

Við reiknum með að markaðsaðstæður á seinni hluta fjárhagsársins verði mjög
erfiðar og að almanaksárið muni almennt einkennast af ókyrrð í kjölfar þess að
væntingar neytenda hafa fallið umtalsvert undanfarna mánuði. Við gerum ráð
fyrir að sú tilhneiging neytenda að leita eftir vörumerkjum verslana  (private
labels) til að gera hagstæðari kaup muni áfram vaxa. Við gerum einnig ráð fyrir
að mánuðirnir framundan muni einkennast af ókyrrð á gjaldeyrismörkuðum eftir
því sem áhrif efnahagskreppunnar koma í ljós. Viðbrögð okkar við ástandinu eru
að leita leiða til að halda föstum kostnaði samstæðunnar í skefjum, auka
skilvirkni og halda öflugri vöruþróun áfram í þeim tilgangi að auka fjölbreytni
og styrkja stöðu okkar á lykilmörkuðum.“

Attachments

interim financial statements for 31 12 2008_final version 06-02.pdf press release - fy2009 - q2 - icelandic.pdf