Tilkynning varðandi skuldbindingar Exista


Eins og áður hefur komið fram í tilkynningum Exista til Kauphallar, m.a. frá
17. desember 2008, þá á Exista í viðræðum við innlendar og erlendar
fjármálastofnanir um endurskoðun lánasamninga og uppgjör gagnkvæmra krafna.
Staða félagsins er óljós af þeim sökum og hyggst Exista leita samninga um
frestun á greiðslu vaxta og afborgana á skuldbindingum félagsins sem koma til
gjalddaga á meðan á þeim viðræðum stendur. Mun Exista því leita samkomulags við
handhafa skráðra skuldabréfa og víxla félagsins um frestun afborgana og
vaxtagreiðslna sem koma til gjalddaga á næstunni.