- Fjármálaeftirlitið tekur ákvörðun um ráðstöfun innlána Straums


Fjármálaeftirlitið (FME) hefur tekið ákvörðun um ráðstöfun innlána hjá
Straumi-Burðarási fjárfestingabanka hf. (Straumur) í Reykjavík. Samkvæmt
ákvörðun FME munu innistæður hjá Straumi flytjast yfir til Íslandsbanka hf.
miðað við stöðu og áunna vexti á yfirtökudegi sem er 20. mars 2009, með þeim
takmörkunum sem tilgreind eru í ákvörðun FME. Skilmálar umræddra innlána um
binditíma, vaxtakjör, mynt og annað haldast óbreyttir gagnvart Íslandsbanka hf. 

Samkvæmt ákvörðun FME mun Straumur gefa út skuldabréf sem endurgjald fyrir
hinar yfirteknu innlánsskuldbindingar. Samkvæmt ákvörðun FME skulu allar eignir
Straums vera settar að veði til tryggingar fyrir skuldabréfinu. 
 
Upplýsingar um ákvörðun FME má nálgast á heimasíðu þess: 
http://www.fme.is/?PageID=14&NewsID=401