Bakkavör Group mun birta niðurstöður ársuppgjörs 2008 þriðjudaginn 31. mars nk. í stað 26. mars eins og áður hefur verið tilkynnt. Kynningarfundur miðvikudaginn 1. apríl kl. 8:30 Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn miðvikudaginn 1. apríl kl. 8:30 í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 108 Reykjavík. Á fundinum munu Ágúst Guðmundsson, forstjóri, og Richard Howes, fjármálastjóri, skýra uppgjörið og svara fyrirspurnum. Vinsamlegast athugið að fundurinn fer fram á ensku. Netvarp og símafundur Fundinum verður varpað á netinu á www.bakkavor.com og hefst útsendingin kl. 8:30. Einnig er hægt að fylgjast með fundinum í síma 800 8660 og +44 (0)20 3043 2436 (breskt númer). Kynningarefni vegna fundarins verður hægt að nálgast að honum loknum á heimasíðu félagsins, www.bakkavor.com